top of page

SJÁVARBÖÐIN Á REYKHÓLUM

Um okkur

 

SjávarSmiðjan er með í boði einstök þaraböð á Reykhólum, þar sem blandast saman gæðavottað þarahráefnið frá Þörungarverksmiðjunni og heita hveravatnið á Reykhólum. Þaraböðin stuðla að vellíðan gesta meðan þeir slaka á um leið og þeir virða fyrir sér hinni sérstöku náttúru á Reykhólum.

Í nágrenni SjávarSmiðjunnar eru skemmtilegar gönguleiðir, þar sem Grettissaga á sér sérstakan sess á Reykhólum. En samhliða að virða fyrir sér landslagið úr gömlum sögum er einnig fyrir sjónum eitt ríkasta fuglalíf landsins, enda Breiðafjörður skráður sem stærsti fuglaklasi á landinu þar sem ýmsar sjaldgæfar fuglategundur sbr. Haförninn hafa gert sig heimakomna.
 

Inná SjávarSmiðjunni er kaffistofa með einföldum matseðli, en þar er hægt að versla ýmsan varning, sbr. þarabaðsölt ásamt drykkjum, vöfflum eða ef gestir langar að leigja sundfatnað fyrir böðin.

SjávarSmiðjan er staðsett í gömlu enduruppgerðu verkstæði, en með karakterseinkennum gamla húsins verður upplifun gesta eilítið skot til fortíðar með útsýni til sjávar og sveita.

Fréttir og viðtöl

RUV - Sarpurinn

Samstarfsaðilar og hlekkir:

Svanni - Viðtal og umfjöllun í tímaritid

SJÁVARSMIÐJAN

© 2014 by SJÁVARSMIÐJAN / REYKHOLAR SEABATHS.All rights reserved.

bottom of page